Til baka

Hádegisleiðsögn í Listasafninu á Akureyri

Hádegisleiðsögn í Listasafninu á Akureyri

Sýningin Sandtímasálmur um fölnandi jarðarblóm

„Teiknimyndir og lifandi myndir af jurtaleifum, ryki og rusli. Einnig blendingshlutir sem jarðtengjast í hugmynd um mæli- og farartæki, sem og skjól eða holur sem verða til í skemmdu landslagi. Alls staðar er sandurinn, sýnilegur eða ósýnilegur: í steyptum veggjunum, sjóntækjunum, símanum, landfyllingunni. Hreyfingar blómanna í teiknimyndunum verða flöktandi í hröðuninni. Inn á milli mynda; ekkert. Tóm eða fjarvist, andleg.

Í lifandi vídeómyndum birtast gróðurleifar í uppstillingu er hreyfist mishratt í vélrænni hringrás ljóss og skugga þar sem allt líður hjá, hraðar og hraðar, og verður ógreinilegra. Hverfulir svipir í hverfandi tíma og rúmi. Samruni einskis og veruleikans. Skúlptúrar sem hluti af innsetningu lýsa kyrrstöðu. Verkin verða hugleiðing um hið sýnilega: hreyfingu, hröðun, tíma og eyðingu.“

Gústav Geir Bollason (f. 1966) fæst við teikningar og tilraunakvikmyndir auk skúlptúrverka. Hann rekur einnig óhefðbundið sýningarými á Hjalteyri við Eyjafjörð.

Sama leiðsögn á ensku kl. 12:30


Verkefnið er hluti af Listasumri.

Hvenær
fimmtudagur, júlí 7
Klukkan
12:00-13:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir á safnið
Nánari upplýsingar

Heimasíða Listasafnsins á Akureyri HÉR