Til baka

Hafrafell og Þverárhyrna í Öxarfirði

Hafrafell og Þverárhyrna í Öxarfirði

Ferðafélag Akureyrar

Hafrafell og Þverárhyrna í Öxarfirði

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Ekið að bænum Hafrafellstungu í Öxarfirði og gengið þaðan upp á Hafrafell (535 m). Geysimikið og fagurt útsýni er af fjallinu. Síðan er gengið til baka, ekið frá Hafrafellstungu að Sandfellshaga og áleiðis upp á Öxarfjarðarheiði, þaðan sem gengið er upp á Þverárhyrnu (540 m). Svolítið brölt síðasta spölinn upp á tindinn en þaðan er geysifallegt útsýni í allar áttir. Sama leið gengin til baka og ekið heimleiðis.
Vegalengd alls 8-10 km. Gönguhækkun 700-800 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Hvenær
laugardagur, ágúst 12
Klukkan
08:00-18:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
3.000 kr./4.500 kr.