Til baka

Hausar listsmiðja

Hausar listsmiðja

Hausar – listsmiðja fyrir 10-14 ára. Leiðbeinandi Kjartan Sigtryggsson.

Í smiðjunni notar Kjartan málverkið og teikningar sem aðal miðil og leiðbeinir þátttakendum í fígúratívri list. Þátttakendur prófa mismunandi verkfæri við teikningu á höfði mannsins og andlitum.

Fjöldi takmarkast við 16. Engin skráning.

Kjartan Sigtryggsson (f. 1979) útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2006, en stundaði nám við fornámsdeild Myndlistarskólans á Akureyri 1998-1999. Undanfarin ár hefur hann unnið með ungu fólki í ungmennahúsinu Rósenborg í menningarstarfi, en er núna í mastersnámi í faggreinakennslu við Háskóla Íslands. 

 


Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
sunnudagur, apríl 25
Klukkan
15:00-16:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald
Nánari upplýsingar