Til baka

Heiðdís Hólm - Vona að ég kveiki ekki í

Heiðdís Hólm - Vona að ég kveiki ekki í

Heiðdís Hólm (f. 1991) er myndlistarmaður sem vinnur með margs konar miðla, þar á meðal málverk, teikningu og gjörninga. Útgangspunktur verka hennar er oft persónulegar upplifanir og minningar sem verða hráefni ferlisins, sem sveiflast á milli léttúðugrar ýkju, myrkrar sjálfsskoðunar og sköpunar skáldaðra frásagna. Á sýningunni leitar hún að húmornum í dramatíkinni eða dramatíkinni í húmornum og ójafnvæginu sem þar ríkir. Verkin endurspegla margbreytileika mannlegs ástands, áhrif manns á náttúru og afleiðingar þeirra áhrifa.

Heiðdís Hólm útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2016 og er með PgDip í myndlist frá Glasgow School of Art 2020. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í safni, en hún hefur haldið og tekið þátt í ýmsum einka- og samsýningum og hátíðum á Íslandi og í Evrópu. Hún er búsett á Seyðisfirði og starfar hjá LungA skólanum.

Hvenær
23. mars - 31. maí
Klukkan
12:00-17:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir inn á safnið - frítt fyrir 18 ára og yngri