Til baka

Heiðinnamannahellir - Heiðinnamannafjall

Heiðinnamannahellir - Heiðinnamannafjall

Heiðinnamannahellir-Heiðinnamannafjall 1266m. skorskorskor  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Viðar Sigmarsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið innst inn í Skíðadal að Stekkjarhúsum. Þaðan er gengið inn með Skíðadalsá að brú yfir Skíðadalsána. Gengið yfir ás og vaðið yfir Heiðinnamannaá. Gengið þaðan upp bratt Heiðinnamannafjallið að Heiðinnamannahelli sem reyndar er ekki hellir heldur steinbogi og hluti af stórum berggangi. Hækkun upp í hellinn er um 700 m. og vegalengd um 5 km.
Alls 10 km. ganga.

Hvenær
laugardagur, júlí 25
Klukkan
08:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Nánari upplýsingar