Til baka

Hendur Iðnaðarins

Hendur Iðnaðarins

Ljósmyndasýning sem setur hendur og lófa iðnaðarmanna í sviðsljósið.
Á síðustu áratugum hafa flestar iðngreinar tekið stakkaskiptum hvað varðar umhverfi vinnufólks og öryggi á vinnustað. Þær iðngreinar sem varða uppbyggingu mannvirkja hafa ávallt verið líkamlega krefjandi og langar okkur að minna á að þetta er fólk sem fórnar bæði sál og líkama til uppbyggingar á landinu okkar.
Verkefnið sýnir lófa og handarbök iðnaðarmanna. Hendur eru helsta skynfæri og tól mannskepnunar og okkur langar að vekja áhorfendur til umhugsunar um það sem gerist ,,á bak við tjöldin” í rekstri nútíma samfélags. Eftir 6 ár sem blikksmiður upplifði Aron Freyr Ólason með eigin höndum það álag og breytingu sem áttu sér stað í starfi sem iðnaðarmaður og var það kveikjan að hugmyndinni. Sýningin er samstarfsverkefni Arons Freyrs og Sindra Swans, listamanns.
 

Verkefnið nýtur stuðnings Menningarsjóðs Akureyar og Listasumars.

 

Hvenær
3. - 31. júlí
Klukkan
06:45-21:00
Hvar
Sundlaug Akureyrar, Skólastígur, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir í sundlaug