Til baka

Hér á ég heima

Hér á ég heima

Þverfaglegt samtímadansverk
“Hér á ég heima” er þverfaglegt samtímadansverk samið sem óður til samfélags innflytjenda á Íslandi. Í verkinu segir frá aðlögunarferli þar sem kafað er djúpt í reynslu og erfiðleika manneskju sem festa þarf rætur í nýju umhverfi.
 
Áhorfendum er boðið í áhrifamikið og persónulegt ferðalag þar sem þeir öðlast innsýn í þá þrá og baráttu sem eru fylgifiskar þess að fá að tilheyra framandi samfélagi.
“Hér á ég heima” klýfur þannig tungumálaörðugleika og tengir við áhorfendur óháð bakgrunni og miðar að því að auka samkennd og skilning á reynslu innflytjenda hérlendis.
 
Höfundur og flytjandi: Yuliana Palacios
Tónlist: Jón Haukur Unnarsson
Myndband: Elvar Örn Egilsson
Hönnuður kynningarefnis: Natka Klimowicz
Búningar: Rocinante og Ásta Guðmundsdóttir
 
“Hér á ég heima” er styrkt af Sviðslistasjóði og Launasjóði listamanna
Sýningar í Hofi eru styrktar af Verðandi listsjóði

Dags- og tímasetning viðburðar:
26. apríl 2024
Kl. 19:00
Kl. 20:30


Miðasala:
https://tix.is/is/mak/buyingflow/tickets/15756/

Hvenær
föstudagur, apríl 26
Klukkan
19:00-21:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
kr. 3.000