Til baka

Hinsegin þjóðbúningar: Sköpun, saga og framtíð

Hinsegin þjóðbúningar: Sköpun, saga og framtíð

Hvernig lítur þjóðbúningur framtíðarinnar út – ef hann speglar fjölbreytileika kynjanna og hinsegin veruleika?
Í fyrirlestrinum Hinsegin þjóðbúningar: Sköpun, saga og framtíð verður farið yfir sögu íslensku þjóðbúninganna, hvernig þeir hafa mótast í gegnum tíðina og hvernig kynbundnar hugmyndir hafa mótað gerð og notkun búninganna. Einnig verður sagt frá Fredy Clue, sænskum listamanni sem skapaði kynlausan þjóðbúning sem ögrar hefðunum og opnar fyrir nýja sýn á menningararf.
Að loknum fyrirlestri gefst rými til opinna umræðna: Hvernig gætu hinsegin og kynlausir þjóðbúningar litið út á Íslandi? Hvað má endurhugsa – og hvað viljum við skapa?
Anna Karen Unnsteins (hán) er þjóðfræðingur úr Reykjadal. Hán hefur rannsakað þjóðbúninga og þær reglur sem gilda eða gilda ekki í BA ritgerð sinni "Helgigripur eða veisluklæði?: Reglufesta og hefðarrof í notkun íslenskra þjóðbúninga" og fjallkonur í MA ritgerðinni ""Hátíðlegur vani“. Táknmyndir fjallkonunnar í borgarsamfélagi samtímans". Í mars 2024 hélt Anna Karen litla ráðstefnu um hinsegin þjóðbúninga í samstarfi við Fredy Clue og er fyrirlesturinn byggður á þeim samtölum sem áttu sér stað þar.
 
Viðburðurinn er hluti af Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra www.hinseginhatid.is 
Hvenær
fimmtudagur, júní 19
Klukkan
17:00
Hvar
amtsbókasafnið
Verð
ókeypis