Til baka

Hjálmar

Hjálmar

Hjálmar snúa aftur á Græna hattinn til að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar.
 
Um þessar mundir eru 20 ár frá því fyrsta plata Hjálma leit dagsins ljós. Hljóðlega af stað var tekin var upp í Geimsteini í Keflavík. Platan sló rækilega í gegn og skilaði sveitinni Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir rokkplötu ársins auk nafnbótarinnar Bjartasta vonin árið 2004. Þessum tímamótum er sveitin að fagna en hún lék tvenna tónleika á Ölveri í Reykjavík í maí fyrir fullu húsi og við frábærar undirtektir. Nú er komið að Græna hattinum sem um langt skeið var nokkurs konar heimavöllur Hjálma á Norðurlandi. Tónleikarnir á Græna hattinum verða haldnir dagana 4. og 5. október og er miðasala hafin á Tix.is.
 
Hjálmar eru þekktir fyrir að vera eitt albesta tónleikaband hér á landi og það má því búast við frábærum tónleikum. Sveitina skipa þeir Guðmundur Kristinn Jónsson, Helgi Svavar Helgason, Sigurður Guðmundsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Þorsteinn Einarsson.
 
Hjálmar snúa aftur á Græna hattinn til að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar
Hvenær
föstudagur, október 4
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
6990