Til baka

Hjálmar Örn í Ungmennahúsinu: Hvernig skal búa til skemmtilegt hlaðvarp?

Hjálmar Örn í Ungmennahúsinu: Hvernig skal búa til skemmtilegt hlaðvarp?

Grínistinn Hjálmar Örn verður með stutt námskeið þar sem hann ræðir um hlaðvörp

Þriðjudaginn 5.desember mun hinn eini sinni Hjálmar Örn skemmtikraftur mæta í Ungmennahúsið og vera með námskeið þar sem ræðir um hlaðvörp. Ekki verður farið yfir tæknileg atriði heldur verður fjallað um skemmtilegri hluti, eins og hvernig megi koma góðri hugmynd í framkvæmd. 

Námskeiðið verður fyrst og fremst skemmtilegt og verður þetta alvöru stemningsnámskeið fyrir stemningsfólk!

Viðburður fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára og er ókeypis.

Um Hjálmar Örn:
Hjálmar Örn stýrir einu vinsælasta vinsælasta podcasti landsins (Hæhæ). Hjálmar sló í gegn á Snapchat og var líklega fyrsti þekkti snappari landsins. Hann hefur verið tíður sjónvarpsgestur í íslenskum skemmtiþáttum, vinsæll veislustjóri, lék í kvikmyndinni 'Fullir vasar', og er auðvitað einn harðasti Tottenham stuðningsmaður landsins.

Hvenær
þriðjudagur, desember 5
Klukkan
18:00-20:00
Hvar
Ungmennahúsið á Akureyri, Skólastígur, Akureyri
Verð
Frítt fyrir ungmenni 16 til 25 ára