Til baka

Hjólabrettafjör - Börn og ungmenni (6 ára+)

Hjólabrettafjör - Börn og ungmenni (6 ára+)

Spennandi hjólabrettanámskeið fyrir börn og ungmenni á vegum Hjólabrettafélags Reykjavíkur.

Í tilefni Listasumars kemur Hjólabrettafélag Reykjavíkur norður og heldur þriggja daga námskeið fyrir börn og ungmenni á Háskólaparkinu. Steinar Fjeldsted annast kennsluna en hann hefur mikla reynslu af hjólabrettum og hjólabrettakennslu. Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem lengra komnum og skipt verður í hópa eftir getu. Farið verður yfir öll helstu grunnatriði hjólabretta íþróttarinnar eins og t.d. ýta sér, hvernig á að standa, snúa við, líkamsstaða og Ollie (hoppa). En fyrir þá sem eru lengra komnir verður farið í ögn flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shuvit og jafn vel 360 flip svo fátt sé nefnt.

Helstu upplýsingar:

Dagsetning: 14.-16. júní
Tímasetning: Kl. 10.30 - 12.00
Staðsetning: Háskólaparkið
Aldur: 6 ára og eldri
Þátttökugjald: 11.900 kr.
Skráning: hjolabrettaskoli@gmail.com / hjolabrettafelag.is
Annað: Hjálmaskylda

Fyrir áhugasama er fullorðinsnámskeið í boði sömu daga kl. 19.00 - 20.30. Sjá nánar HÉR.


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri

Hvenær
14. - 16. júní
Klukkan
10:30-12:00
Hvar
Háskólapark
Verð
11.900 kr. - Skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar

Nánar um Hjólabrettafélg Reykjavíkur HÉR