Til baka

Hjólabrettanámskeið Braggaparksins (6 ára og eldri)

Hjólabrettanámskeið Braggaparksins (6 ára og eldri)

Spennandi útinámskeið með Eika Helga og félögum.

Dagana 7.-9. júní verður boðið upp á spennandi útinámskeið á hjólabretti fyrir 6 ára og eldri í tilefni Listasumars. Eiki Helgason og félagar hafa í samstarfi við Akureyrarbæ verið að lappa upp á og betrumbæta Háskólaparkið og því tilvalið að halda fyrsta námskeiði sumarsins þar.

Það er ýmislegt sem gott er að vita þegar maður rennir sér úti, eins og til dæmis mismunandi undirlag, kantsteinar, brekkur, hættur í umhverfinu og margt fleira. Útinámskeiðið er tilvalið fyrir byrjendur sem lengra komna og skipt verður í hópa eftir getu. Markmiðið er að hafa gaman og njóta útiverunnar í góðra vina hópi.

*Ef veðrið verður að stríða okkur einhvern daginn verður byrjað í Braggaparkinu, Laufásgötu 1.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 7.-9. júní
Tímasetning: Kl. 10.00- 12.00
Staðsetning: Háskólaparkið
Skráning: www.braggaparkid.is
Aldur: 6 ára og eldri
Hámark þátttakenda: 16
Gjald: 5.000 kr.
Annað: Fyrir byrjendur sem lengra komna. Hjálmaskylda. 

Til að nýta tómstundarstyrkinn þá er það gert HÉR

*Mælt er með því að þátttakendur komi með sitt eigið hjólabretti en möguleiki er á að fá lánsbretti. Taka skal fram í skráningu ef beðið er um lánsbretti. Takmarkað magn lánsbretta er í boði.

Eftir skráningu þarf að senda eftirfarandi upplýsingar á braggaparkid@gmail.com

- Greiðslukvittun
- Nafn þátttakanda
- Nafn og símanúmer hjá forráðamanni


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri.

Hvenær
7. - 9. júní
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Háskólaparkið
Verð
5.000 kr.