Til baka

Hjólabrettanámskeið fyrir stelpur - 6 ára og eldri

Hjólabrettanámskeið fyrir stelpur - 6 ára og eldri

Námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna.
Spennandi tveggja daga hjólabrettanámskeið eingöngu fyrir stelpur, frá 6 ára aldri, bæði byrjendur og lengra komnar. Farið verður í öll helstu grunnatriði íþróttarinnar og erfiðara fyrir þær sem geta. Sem dæmi má nefna hvernig á að standa, ýta sér, snúa við og jafnvel “olla”. Skipt verður í hópa eftir getu og yfirkennari námskeiðisins er Eiki Helgason brettakappi, sem er Akureyringum vel kunnur, og á að baki langan feril í brettaíþróttum. Með honum verða vel valdir kennarar sem eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á hjólabrettaíþróttinni.

Mælt er með því að þátttakendur komi með sitt eigið hjólabretti en möguleiki er á að fá lánsbretti. Taka skal fram í skráningu ef beðið er um lánsbretti. Takmarkað magn lánsbretta er í boði.
__________________________________

Námskeið fyrir: Stelpur Byrjendur sem lengra komna
Dagsetning: 18.-19. september (laugardagur og sunnudagur)
Tími: 10.00 - 12.00 báða daga
Aldur: 6 ára og eldri
Staðsetning: Braggaparkið, Laufásgata 1
Þátttökugjald: 8.000 kr.
Hámarksfjöldi: 16
Skráning: www.braggaparkid.is eða https://rosenborg.felog.is/ ef fólk vill nýta tómstundarstyrkinn
 
Eftir skráningu þarf að senda eftirfarandi upplýsingar á braggaparkid@gmail.com:
- Greiðslukvittun
- Nafn þátttakanda
- Nafn og símanúmer hjá forráðamanni
__________________________________
Námskeiðið er styrkt af Uppbyggingarsjóði norðurlands eystra.
#braggaparkid #akureyri #hallóakureyri #námskeið

 

Hvenær
18. - 19. september
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Braggaparkið Skatepark, Laufásgata, Akureyri
Verð
8.000
Nánari upplýsingar