Til baka

HLASkontraBAS oktett

HLASkontraBAS oktett

Magnaðir tónleikar í Listasafninu á Akureyri sem enginn ætti að missa af.

Oft er sagt um tónlistarverkefni að þau séu óvenjuleg, einstök og án hliðstæðu. Það má svo sannarlega segja um tékkneska oktettinn HLASkontraBAS, það er ólíklegt að það finnist samskonar hljómsveit nokkurs staðar í veröldinni. Oktettinn samanstendur af fjórum söngkonum og fjórum kontrabassaleikurum. Allt er þetta tónlistarfólk í fremsta flokki sem býr og starfar í Prag sem er hjarta tónlistarinnar í Tékklandi.

Búast má við einstakri tónlistarlegri upplifun, óvenjulegum samhljómi fjögurra radda og fjögurra kontrabassa sem taka hlustandann á ferðalag um dularfullt, brothætt, villt en jafnframt fallega melankólískt landslag. HLASkontraBAS oktettinn var stofnaður árið 2019 sem útvíkkun á hinu upprunalega dúó-verkefni HLASkontraBAS en að því stóðu söngkonan og tónskáldið Ridina Ahmedová og kontrabassaleikarinn og tónskáldið Petr Tichý. Í upphafði notaði dúettinn lúppu-effekt til að búa til lög af hljóðum en ábakvið stækkunina upp í oktett var sú hugmynd að notast frekar við fleira tónlistarfólk til að glæða tónlistina meira lífi og túlkun mannssálarinnar. Það leiddi til þess að hægt var að skrifa músík fyrir sjálfan oktettinn með tilheyrandi mögueikum á útsetningum og öðruvísi tónlistarlegri hugsun. Oktettinn öðlaðist sitt eigið líf ef svo má segja, einstakt og hvetjandi.

Oktettinn skipa:
Ridina Ahmedová : rödd
Alice Bauer : rödd
Mirka Novak : rödd
Markéta Zdenková : rödd
Petr Tichý : kontrabassi
Tomáš Liška : kontrabassi
Ondrej Štajnochr / Ondrej Komárek : kontrabassi

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 25. ágúst
Tímasetning: kl. 22.00 – 23.00
Staðsetning: Listasafnið á Akureyri, salir 10 (ketilhús)
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Verkefnið er styrkt af Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EEA sjóðinn. Einnig nýtur verkefnið stuðnings Reykjavík Jazz Festival, Akureyrarbæjar og Síldarminjasafnsins. Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.

Hvenær
föstudagur, ágúst 25
Klukkan
22:00-23:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir