Til baka

Hátíðartónleikar Bríetar í Hofi

Hátíðartónleikar Bríetar í Hofi

Kósýtónleikar sem enginn vill missa af.

Tónlistarkonan Bríet ætlar að halda hátíðlega kósýtónleika með kærastanum sínum Rubin Pollock, og besta vini hans Þorleifi Gauki, og skapa fyrir ykkur hlustendur einstaka stemningu. Tónleikarnir verða kósý, vinalegir og skemmtilegir, þar sem nánd þeirra og útgeislun smitast beint til áhorfenda.

Á efnisdagskrá verða lög Bríetar af hennar fyrstu plötu, ‘Kveðja, Bríet’ í rólegum búningi, ásamt vel völdum jólalögum. Ekki missa af þessu tækifæri til þess að losna frá öllu stressinu í aðdraganda jólanna og hlusta á ljúfa tóna.

Hvenær
sunnudagur, desember 18
Klukkan
21:00-22:30
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
5.990-6.990 kr.
Nánari upplýsingar

Miðasala HÉR