Til baka

Hr. Eydís

Hr. Eydís

Hr. Eydís loksins á Græna hattinum.

Hr. Eydís er hljómsveit frá Selfossi, skipuð fjórum miðaldra reynsluboltum úr íslensku tónlistarlífi. Þema hljómsveitarinnar, eins og nafnið gefur til kynna, eru 80´s lög en á YouTube síðu hljómsveitarinnar er að finna fjölmargar útgáfur af 80´s lögum í flutningi hljómsveitarinnar.

Hljómsveitin hefur einnig gefið út frumsamið lag með liðsinni Herberts Guðmundssonar sem heitir Þú veist það nú en lagið hefur slegið í gegn á öldum ljósvakans.

Hr. Eydís hélt tónleika á Sviðinu í haust á Sviðinu á Selfossi en uppselt var á þá tónleika.

Hljómsveitina skipa þeir Örlygur Smári, gítar og söngur, Ríkharður Arnar, hljómborð og bakraddir, Jón Örvar Bjarnason, bassi og bakraddir og Páll Sveinsson á trommur.

Hvenær
laugardagur, mars 2
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
5900