Til baka

Hrekkjavökusögustund og föndur

Hrekkjavökusögustund og föndur

Hrekkjavökusögustund og hrekkjavökuföndur á Amtsbókasafninu. Við lesum úr bókinni Þín eigin saga: Draugagangur og föndrum.

Við ætlum að lesa úr bókinni: Þín eigin saga: Draugagangur.
Bókin fjallar um draugalegt hús og skrautlega íbúa þess: Sofandi og vakandi drauga, dularfullar dúkkur, myglaða mjólk og ÞIG.
Við ráðum hvað gerist í bókinni!
Höfundur: Ævar Þór Benediktsson
Eftir lestur verður boðið upp á hrekkjavökuföndur.
Krakkar: Þið megið mæta í búningi.


Kveðja Eydís Stefanía, Barnabókavörður

 

Hvenær
laugardagur, október 30
Klukkan
14:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata 17, Akureyri