Það er komið að því.. hinir árlegu Hrekkjavökutónleikar Blásarasveita Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir þriðjudaginn 28.október klukkan 18:00 í Hamraborg, Hofi!
Draugasögukonan Andrea Gylfadóttir flytur glænýja og ógnvekjandi hrekkjavökusögu sem vefur sig utan um taugatrekkjandi tónlist blásarasveitanna þriggja.
Hræðilegar en þó metnaðarfullar skreytingar munu prýða draugahúsið Hof og eru tónleikarnir ómissandi upplifun ef þú hefur hugsað þér að komast í hrekkjavökugírinn.
Hátt í 60 nemendur tónlistarskólans taka þátt í þessum óhugnanlega skemmtilegu tónleikum fyrir alla fjölskylduna.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin meðan húsrúm leyfir…
Hlökkum til að sjá ykkur - ef þið þorið!
Stjórnendur eru: Sóley Björk Einarsdóttir og Emil Þorri Emilsson
Tónleikarnir verða u.þ.b. 50 mínútna langir og án hlés. Hvetjum ykkur til þess að mæta í hrekkjavökubúningi og halda hátíðlega upp á hrekkjavökuna með okkur.