Til baka

Hreppsendasúlur

Hreppsendasúlur

Ferðafélag Akureyrar

Hreppsendasúlur

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jóhannes Kárason.
Ekið til Ólafsfjarðar og áleiðis upp á Lágheiði. Fjallið rís upp af Lágheiði í vesturátt. Tvær súlur þess bera við himin séð frá Ólafsfirði. Leiðin er ágætlega gróin og greiðfær. Þegar á toppinn er komið opnast útsýni yfir austurfjöllin og Reykjaheiði, Klaufabrekkudal og allan Ólafsfjörð. Einnig sést til bæjanna í Fljótum og að Stífluvatni og Haganesvík. Þá svíkur ekki stórbrotin fjallasýn til allra átta.
Vegalengd alls 6-8 km. Gönguhækkun 850 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Hvenær
laugardagur, september 30
Klukkan
08:00-16:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
3.000 kr./4.500 kr.