Til baka

Hrúturinn - Málþing

Hrúturinn - Málþing

Karlar og krabbamein

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður til málþings fimmtudaginn 5. mars 2020 kl.17:00-19:00 undir yfirskriftinni: Karlar og krabbamein, með áherslu á hreyfingu sem forvörn.

Markmið málþingsins er að fræða karlmenn um algeng einkenni krabbameina og er hluti af vitundarvakningu um krabbamein hjá karlmönnum.

16:00 - Dagskrá hefst í Hamragili, heilsufarsmælingar, fræðsla (þreifað á pungnum) og kynning á vegum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. JMJ selur klúta til styrktar félagsins.

17:00 - Málþing um Karla og Krabbamein sett í Hömrum, vestursal. Fundarstjóri er Friðbjörn Reynir Sigurðsson, lyf- og krabbameinslæknir.

- Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis setur málþingið
- Ásthildur Sturludóttur, bæjarstjóri Akureyrar - Opnunarávarp
- Sólmundur Hólm - Gamanmál
- Guðmundur Otti Einarsson, sérfræðingur í almennum lyflækningum og meltingarfæra- og lifrarsjúkdómum - Margt býr í myrkrinu, illkynja æxli í ristli
- Þorgnýr Dýrfjörð, heimspekingur - Lífsfylling og gildi vináttunnar
- Birkir Baldvinsson - Smá ves, ég er með krabba
- Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum - Er ekki málið að láta bara tékka?
- Sólmundur Hólm - Gamanmál
- Málþingi slitið

Eftir málþingið heldur Eyrin, veitingastaður í Hofi, kótilettukvöld og uppboð til styrktar félaginu. Nánar hér: https://www.facebook.com/events/840621196343293/

Dagskrá Hrútsins í heild má finna hér: https://www.kaon.is/is/hruturinn

Hvenær
fimmtudagur, mars 5
Klukkan
17:00-19:00
Hvar
Hof, Strandgata, Akureyri