Til baka

Huggulegir heimatónleikar í Naustahverfi

Huggulegir heimatónleikar í Naustahverfi

Ásdís, Dagbjört og Steinunn bjóða þér á klassíska tónleika í heimahúsi.

Hvað gera akureyrskar húsmæður á sumrin þegar þær eru ekki að ganga á fjöll, tína grös, sulta eða súrsa? Jú þær leika á hljóðfæri, með djúpri ástríðu. Við bjóðum til uppskeruhátíðar í raðhúsi í Naustahverfinu. Þar geta gestir og gangandi tyllt sér inn og notið lifandi tónlistar, þegið tebolla og smágóðgerðir. Það verður ekki komið að tómum kofunum, engin hætta á því.

Ásdís Arnardóttir sellóleikari, Dagbjört Ingólfsdóttir fagottleikari og Steinunn Hailer Halldórsdóttir píanóleikari leika aðgengilega klassíska tónlist í Klettatúni 13. Dagskráin er rúmur hálftími að lengd. Verkin sem flutt verða eru Sonata eftir Sammartini í þremur þáttum (selló og fagott), Allegro apassionato eftir Saint-Saëns, Elegía eftir Fauré (selló og píanó) og Sellókonsert í C-dúr eftir Haydn fyrsti kafli (selló og fagott).

Öll verkin eru falleg og þægileg áheyrnar og henta jafnt börnum sem fullorðnum.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 27. ágúst
Tímasetning: kl. 15.00 - 15.30
Staðsetning: Klettatúni 13
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Annað: Fyrri tónleikar kl. 13, sama efnisskrá.


Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku 2023.

Hvenær
sunnudagur, ágúst 27
Klukkan
15:00-15:30
Hvar
Klettatún 13, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir