Hugrún Eva Helgadóttir - Snerting tíma og stunda
Sýning í Kaktus listarými
Sýning Hugrúnar Evu Helgadóttur opnar í Kaktus föstudagskvöldið 11. júlí kl 19:00.
Einnig verður opið:
Laugardag 12. júlí kl. 13:00 - 17:00
Sunnudag 13. júlí kl 13:00 - 16:00
Sýningin Snerting tíma og stunda er ljósmyndasería sem vekur berskjaldaðar hugsanir og tilfinningar, sýnir bæði andlega og líkamlega nekt. Ljósmyndirnar kanna landamæri líkamans og lýsingu í mismunandi umhverfi þess.
Kaktus er styrktur af SSNE, Myndlistarsjóði, Menningarsjóði Akureyrar og KEA.