Til baka

Huldumenn

Huldumenn

Huldumenn útgáfutónleikar á „Þúsund ára ríkinu“ á Græna Hattinum 22. febrúar 2020.
Birgir Haraldsson söngvari eða “Biggi Gildra” eins og sumir kalla hann kemur nú stormandi ásamt félaga sínum Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara á Græna Hattinn 22. Febrúar. Nú mæta þær til leiks með Hljómsveitina “Huldumenn” og kynna nýjan geisladisk, „ Þúsund ára ríkið“. Hljómsveitin Huldumenn er skipuð þeim félögum ásamt “Skonrokkurunum” Birgi Nielsen trymbli og Ingimundi B. Óskarssyni bassaleikara. Á hljómborð leikur Akureyringurinn og Skriðjökullinn Jóhann Ingvason.

Það er spennandi að fylgjast með þeim félögum sem hafa fært okkur Gildruna, Gildrumezz, CCReykjavík, CCR bandið, Gullfoss og Skonrokk svo eittvað sé nefnt enda munu vafalaust fljóta með gamlir Gildrusmellir og Creetence Clearwater slagarar.
Þetta er tónlistaratburður sem enginn vill missa af.

Hvenær
laugardagur, febrúar 22
Klukkan
22:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
3500
Nánari upplýsingar