Til baka

Húllasprell með Bobbie Michelle

Húllasprell með Bobbie Michelle

Húllahringir og kynþokki!

Hina eina sanna Róberta Michelle Hall einnig þekkt sem Bobbie Michelle kennir bráðskemmtilegan húllatíma. Það verður farið í grunninn á húlladans og lært ýmis trikk og trix. Burlesk andinn svífur yfir tímanum og hann endar því í sexí húll eða hooplesuqe eins og Bobbie Michelle kallar það. Tíminn hentar öllum getustigum og þarf hvorki að kunna húlla eða vera sexí, bara hafa gaman!

Gott að vera ekki í mjög víðum fatnaði þar sem það getur ruglað í húllahringnum.

Kennt verður í sal Phoenix - pole stúdíó

Hvenær
laugardagur, september 23
Klukkan
15:15-16:15
Hvar
Freyjunes 4, Akureyri
Verð
3500