Til baka

Hvað var á seiði hjá Sveini?

Hvað var á seiði hjá Sveini?

Hvað er að finna í dagbókunum? Hvernig verður handskrift frá 1862 stafræn?
Dagbækur Sveins Þórarinssonar (1821 – 1869) eru elstu dagbækur ungmennis á Íslandi og þykja því með merkilegri heimildum 19. aldar. Þær eru sannkallaðar aldarspegill. Skrifaðar frá því að Sveinn var 15 ára og fylgja þroskaskeiði höfundar til dánardags og gefa skemmtilega sýn á lífið á Akureyri og Eyjafirði á 19. öld.
Una Haraldsdóttir, sagnfræðinemi, hefur í sumar rannsakað dagbækur Sveins, föður rithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna en verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.
 
Una spjallar við gesti í Nonnahúsi um dagbækurnar og sögurnar sem hafa sprottið upp af blaðsíðunum og glímuna við að gera handskrifaðar dagbækur 19. aldar manns stafrænar í handritaforriti. Með því að gera textann stafrænan má t.d. bera saman þróun persónunnar Sveins, hugmyndaheim hans, fjölskyldulíf og bernskuár Nonna.
 
Nánari upplýsingar:

Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 13.00 – 14.00
Staðsetning: Nonnahús - Aðalstræti 54
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.
Hvenær
laugardagur, ágúst 26
Klukkan
13:00-14:00
Hvar
Nonnahús, Aðalstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir