Til baka

Hvanndalsbræður

Hvanndalsbræður

Tónleikar

Já, þeir eru komnir aftur, hjartaknúsararnir í Hvanndalsbræðrum. Það hefur verið
nánast árleg hefð hjá hljómsveitinni síðustu 18 árin að spila á Græna á
fimmtudagskvöldinu fyrir Versló og engin breytingar verður þar á þetta árið.
Strákarnir eru í hrikalega góðu formi þessa dagana enda nýkomnir úr feðraorlofi
frá Hveragerði þar sem m.a. var tekin upp splunkuný hljómplata sem kemur út á
næstunni. Leikin verða einhver lög af þessari nýju plötu ásamt þessu gamla góða
sem allir elska. Hver man ekki eftir lögum eins og Vor í vaglaskógi, Í sól og
sumaryl og Á sjó ? Þetta eru reyndar ekki lög með Hvanndalsbræðrum en þeir taka
örugglega eitthvað annað og skemmtilegt. Sagan segir að það verði uppselt á
þessa tónleika með góðum fyrirvara og því er um að gera að skella sér á miða hið
allra fyrsta !

Hvenær
fimmtudagur, júlí 30
Klukkan
21:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar