Til baka

Hvanndalsbræður

Hvanndalsbræður

Hvanndalsbræður með sína árlegu annan í jólum tónleika.

Það er komið að þessu !
Annar í jólum sem kemur strax á eftir fyrsta í jólum hittir á 26. desember þetta árið og Hvanndalsbræður ætla sem fyrr að halda þá mikla veislu á Græna Hattinum. Það er fyrir löngu komin hefð á þessa tónleika og sumir vilja meina að þetta sé komið til að vera um alla eilífð, bara eins og jóli eða jafnvel lengur. Það er á svona kvöldum sem fjölskylda og vinir sameinast á Græna Hattinum og syngja saman og tralla og nóg verður nú trallað. Miðar á tónleikana er auðvitað einhver besta jólagjöf sem manneskja getur óskað sér og því tilvalið að skella sér í málið. Sjáumst á Græna Hattinum annan í jólum.
Forsalan hefst 1. des. á grænihatturinn.is 

 

 

Hvenær
sunnudagur, desember 26
Klukkan
21:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
4300