Til baka

Hvanndalsbræður

Hvanndalsbræður

Hvanndalsbræður loksins á Græna hattinum

Eftir góða pásu frá tónleikahaldi en strangar æfingabúðir eru Hvanndalsbræður í toppformi og mæta ferskir til leiks á Græna Hattinn þann 22. apríl n.k. Hljómsveitin hefur verið að æfa upp ný lög og undirbúa upptökur á nýju efni og aldrei að vita nema eitthvað nýtt fái að heyrast, en prógrammið verður þó að mestu góð yfirferð á áður útgefnu gæðaefni hljómsveitarinnar. Á tónleikunum mun hljómsveitin einnig fagna fæðingardegi Valmars fiðlu og harmonikkuleikara og því ljóst að gleðin verður mikil og ósvikin.

Hvenær
laugardagur, apríl 22
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
4500