Til baka

Hvanndalsbræður - Krissmass Spesjal

Hvanndalsbræður - Krissmass Spesjal

Hvanndalsbræður ásamt gestum, komnir í jólagírinn

Hvanndalsbræður - Krissmass Spesjal

Skemmtilegustu jóla- og ekki jólatónleikar ársins. Hér munu leiða saman hesta sína Hvanndalsbræður og hinir ávallt hressu Magni Ásgeirsson og Óskar Pétursson. Sumir spyrja sig hvort óhætt sé að blanda saman Hvanndalsbræðrum og Álftagerðisbræðrum, við vitum það ekki en það er amk ljóst að einhverskonar leppalúði verður til úr þeirri blöndu. Þá mun Ingimar Eydal vera með sérstaka jólakynningu á reykskynjurum en ekki allir þekkja muninn á t.d. jónískum og optískum skynjurum svo dæmi sé tekið.

Leikin verða lög úr öllum áttum, bæði jóla og ekki jóla. Þetta verður bara alveg ótrúlega gaman ! Hó Hó Hó

Hvenær
laugardagur, desember 9
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
5900