Til baka

Hvanndalsbræður - Útgáfutónleikar

Hvanndalsbræður - Útgáfutónleikar

Þann 17. október mun hljómsveitin Hvanndalsbræður fagna útgáfu áttundu breiðskífu sinnar sem ber heitið "Hraundrangi" Plötunni hefur verið afar vel tekið af gagnrýnendum og nú á að fagna með því að spila plötuna í heild sinni í fyrsta sinn á sviði, segja frá lögunum, ásamt því að spila nokkur af vinsælli lögum sveitarinnar í bland.

Tónleikarnir verða haldnir í Black Box-inu í menningarhúsinu Hofi sem er í raun sviðið í stóra salnum Hamraborg. Þar verður útbúin glæsilegur tónleikasalur. Sóttvarnir og fjarlægðartakmörk verða í hávegum höfð og því afar takmarkað magn miða á þessa tónleika. Gestum tónleikana gefst kostur á að kaupa glæsilega vinyl útgáfu af plötunni sem kemur út í takmörkuðu upplagi. Platan Hraundrangi er nú þegar komin út á Spotify og mælum við með að fólk hlusti vel áður en komið er á tónleikana.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 Hvanndalsbræður lofa góðri skemmtun. 

 

 
Hvenær
laugardagur, apríl 3
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Nánari upplýsingar