Hymnodia og Scandinavian Cornetts and Sackbuts
Endurreisnartónlist fyrir kór og hljóðfæri
Sunnudagur verður stór dagur hjá Hymnodiu. Við erum að fara að syngja stórkostlega fallega endurreisnartónlist með frábærum hljóðfæraleikurum sem leika á afar spennandi hljóðfæri. Þau tilheyra flest hópnum Scandinavian Cornetts and Sackbuts. Þau koma frá Noregi, Svíþjóð og Englandi og svo verður okkar allra besta Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir líka með.
Það er eiginlega svolítið einstakt að svona músík sé flutt með sögulegum hljóðfærum á Akureyri, þannig að ég hvet tónlistaráhugafólk til að missa ekki af þessum tónleikum

Tónlistin er eftir m.a. Gioavonni Gabrieli, Byrd, Tallis, Josquin des Prés, Ingegneri, Morales, Viadana og Victoria.