Hymnodia - Úr djúpinu
Hymnodia kammerkór og hljóðfæraleikarar flytja evrópska kórtónlist
Á tónleikunum fær kórinn til liðs við sig nokkra frábæra tónlistarmenn og flytur spennandi blöndu spænskrar tónlistar frá 16. og 17. öld og austur-evrópskar tónlistar frá 20. og 21. öld. Tærar og ljúfar endurreisnarmótettur, hraðir barokkdansar, ungversk ofurdramatík, eistneskur tóna-arkítektúr og fleira.
Eyþór Ingi Jónsson stjórnar kórnum og leikur á spinettu.
Þá leika einnig með Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir á selló, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir á orgel og píanó, Emil Þorri Emilsson á slagverk
og Daniele Basini á gítar.