Til baka

Il Faut Souffrir pour Être Belle

Il Faut Souffrir pour Être Belle

A! Gjörningahátíð
Tales Frey
Il Faut Souffrir pour Être Belle
 
Jafnvel þó hinn brasilíski Tales Frey geti í fljótu bragði kallast leikari nær sá titill ekki yfir þau fjölmörgu tungumál sem koma fyrir í þverfaglegri rannsókn hans. Listamaðurinn fann sína eigin leið sem samanstendur af reynslu úr heimi leiklistarinnar, s.s. búningahönnun, leikmyndahönnun, leik og leikstjórn. En einnig úr dansi og kóreógrafíu sem og tungumáli sjónlista, s.s. skúlptúrs, hluta, ljósmynda og vídeólistar. Vinna hans byggir á rannsóknum á listgagnrýni, kynjakenningum, gjörninganálgun o.fl. í fagurfræðilegri róttækni sem studd er af djúpri þrá eftir tilraunakenndri list og miklu framboði á samtímamenningu.

Il Faut Souffrir pour Être Belle vísar til klassískra tískufyrirbæra eins og hárra hæla, í tengingunni við fegurð og þjáningu. Auk fjölmargra merkinga verksins ávarpar það á myndhverfan hátt þá algengu tál-hugmynd upprisu sem er undirorpin raunveruleika neyslusamfélagsins, þar sem erfið fórn tryggir það varla að toppnum sé náð.
Hvenær
laugardagur, október 7
Klukkan
20:40-21:20
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir