Til baka

iLo á þakinu

iLo á þakinu

Upphafsviðburður Listasumars 2022.

Tónlistarmaðurinn iLo fagnar upphafi Listasumars 2022 með fjörugum útitónleikum á þaki inngangs Listasafnsins á Akureyri. iLo er listamansnafn Einars Óla Ólafssonar tónlistarmans sem hefur verið áberandi síðustu ár hér á norðurlandi. Hann gaf út sína fyrstu plötu Mind like a maze (Brúnir session) í nóvember 2021 sem var einmitt tekin upp í Brúnum í Eyjafjarðarsveit. Einar Óli byrjaði að semja sína tónlist árið 2017 og ætlar að spila fyrir gesti bæði lög frá plötunni ásamt óútgefnu efni frá sér og í bland við þekktar ábreiður.


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri

Hvenær
laugardagur, júní 11
Klukkan
15:00-15:45
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Nánar um tónlistarmanninn iLo HÉR