Til baka

Inn í skóginn

Inn í skóginn

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur upp sína 71. sýningu, Sondheim-verkið þekkta, Inn í skóginn (Into The Woods). Verkið tekur fyrir þekktar persónur úr Grimms ævintýrum eins og Öskubusku og Rauðhettu og kannar siðferði sagna þessa í sambandi við daglegt líf okkar.

 

Inn í skóginn var tilnefnt til tíu Tony-verðlauna og hlaut þar af þrjú, meðal annars fyrir bestu upprunalegu tónlist.

 

Sýningin Inn í skóginn er nokkurs konar ádeila sem er lögð fram gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka. Inn í skóginn sýnir dimmari og drungalegri hlið ævintýranna og seinni hluti sýningarinnar getur vakið óhug á meðal barna af ungum aldri.

 

Tónlist og söngtextar eftir Stephen Sondheim

Handrit eftir James Lapine

Upprunaleg uppsetning leikstýrð af James Lapine á Broadway

Upprunaleg útsetning tónlistar eftir Jonathan Tunick

Þessi áhugaleiksýning er sett upp í samkomulagi við Music Theatre Internation (Europe)

Allt efni tengt verkinu er útvegað af MTI Europe

www.mtishows.co.uk.

Leikstjórn: Vala Fannell

Hvenær
föstudagur, mars 6
Klukkan
20:00
Hvar
Hof, Strandgata, Akureyri
Nánari upplýsingar