Til baka

Ísbjarnarprinsinn | UngRIFF á Amtsbókasafninu

Ísbjarnarprinsinn | UngRIFF á Amtsbókasafninu

UngRIFF býður fjölskyldum í bíó
UngRIFF býður börnum og fjölskyldum þeirra að sjá Ísbjarnarprinsinn á Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 4. október kl 14:00.
 
The Polar Bear Prince / Ísbjarnarprinsinn
Fyrir 6 ára og eldri.
85 mín.
Frá Noregi (leiklesin á íslensku).
Með hugrekki og forvitni í farteskinu leggur Liv af stað í langferð ásamt ísbirninum Valemon, sem býr yfir konunglegu leyndarmáli. Með aðstoð vina úr dýraríkinu leitast hún við að ná markmiði sínu; að aflétta bölvuninni sem hvílir á Valemon og ráða niðurlögum nornarinnar sem lagði álögin á hann til að byrja með.
 
Um UngRIFF
UngRIFF, barnakvikmyndahátíð, er haldin dagana 24 september.- 5. október, í Reykjavík og víðsvegar um landið.
Hátíðin býður börnum og ungmennum upp á fjölbreytta kvikmyndadagskrá frá öllum heimshornum, með kvikmyndum sem eru venjulega ekki sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum. Myndirnar fjalla um félagsleg, umhverfis- og æskulýðsmál og geta vakið upp áhugaverðar umræður eftir sýningar. UngRIFF vill sýna fram á hvernig kvikmyndagerð getur verið bæði skemmtileg og fræðandi upplifun. Með því að leggja áherslu á kvikmyndir fyrir unga áhorfendur hefur RIFF skapað vettvang þar sem börn og unglingar geta kynnst krafti kvikmyndalistarinnar og vonandi fundið sína eigin rödd í heimi kvikmyndagerðar.
Hvenær
laugardagur, október 4
Klukkan
14:00-15:30
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, kaffitería
Verð
Ekkert þátttökugjald