Til baka

Íslenska sjókonan - listsmiðja fyrir börn í Sigurhæðum

Íslenska sjókonan - listsmiðja fyrir börn í Sigurhæðum

Tveggja daga listsmiðja fyrir börn ásamt sýningu

SKRÁNING Á FLORA.AKUREYRI@GMAIL.COM
Tveggja daga námskeið í Sigurhæðum þar sem ímyndunaraflið fær að ráða för! Börnin kafa ofan í sögu íslensku sjókonunnar, búa til persónur, sögur og ævintýri úr fundnu efni úr fjörunni.
Í lok námskeiðsins verður haldin sýning á afrakstri barnanna.

Laugardag 13. sept. kl. 13-16
Sunnudag 14. sept. kl. 13-16

Umsjón: Marsibil Sól Þórarinsdóttir og Salóme Hollanders

Skráningargjald 2.000 kr. en ekkert þátttökugjald.

Skráning á flora.akureyri@gmail.com

Nánar um námskeiðið og dagskrá þess:
Lengd námskeiðsins eru tveir dagar kl. 13-16 ásamt lokasýningu fyrir foreldra/aðstandendur í lok dags tvö.

Markmið og áherslur:
Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á tengingu barna við hafið í gegnum frásagnir af lífi og raunum íslensku sjókonunnar ásamt því að örva ímyndunarafl barnanna í gegnum hlutbundna á skynræna nálgun á viðfangsefninu. Markmiðið er að börnin æfi skapandi miðlun og þrói listræna tengingu við viðfangsefni námskeiðsins.

- Örva ímyndunarafl barna í gegnum hlutbundna og skynræna nálgun.
- Skapa sögulega tengingu barna við hafið út frá frásögnum um íslenskar sjókonur.
- Þróa skapandi miðlun.

Dagskrá:

Dagur 1 - Kynning og hafhugleiðsla

- Dagskráin hefst á léttri kynningu um Íslenskar sjókonur - einsskonar kveikja að því sem koma skal.
- Börnin fá að hlusta á hljóðverk byggt á sjávarhljóðum, öldungangi, fuglakvaki, fjöruskrölti…
- Hugleiðsla tengd hljóðverkinu fer fram og þau skapa sér stutta ‘‘Ímyndaðu þér að þú sért hlutur sem hefur skolað á land, á ferðalagi þínu um hafið kynnistu sjókonu…’’
- Krakkarnir miðla hluta af frásögn sinni tvívítt - í gegnum samklipp, teikningu eða málverk.

Dagur 2 - Fjörugersemar og frásagnir

- Hefst á stuttri sögu af íslensku sjókonunni, kveikja inn í daginn.
- Börnin fá ýmsa hluti sem fundist hafa í fjöru t.d. gamlar töskur, rekavið, skeljar, lykla, spegla, bein, kaðla eða aðra smáhluti; hver hlutur geymir sína sögu, afdrif og ævintýri.
- Börnin velja sér einn hlut og skapa honum persónu, karakter og sögu.
- Börnin miðla frásögn sinni þrívítt í formi skúlptúrs úr pappamassa og fundnu efni.
Efnisvalið samamstendur af pappamassa, dagblöðum, pappír, málningu, litum, lími, textíl og fundnu hlutunum.

Námskeiðið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands

Hvenær
13. - 14. september
Klukkan
13:00-17:00
Hvar
Eyrarlandsvegur 3, Akureyri, Ísland
Verð
2000