Til baka

Íslenskur djass og dægurlög

Íslenskur djass og dægurlög

Notalegir tónleikar í Menningarhúsinu Hofi.

Þrír ungir og upprennandi Akureyrskir tónlistarmenn koma fram á veitingastaðnum Garún í Menningarhúsinu Hofi í tilefni Listasumars. Leikið verður notalegt klukkutíma langt prógramm af gömlum og góðum íslenskum dægurlögum, útsett á frumlegan, mínímalískan máta fyrir rafbassa, trommusett og söng.

Um hljómsveitina:

Hafsteinn Davíðsson, trommuleikari, lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri vorið 2021. Hann stundar um þessar mundir nám við Menntaskólann í Tónlist á höfuðborgarsvæðinu, kennir á trommusett meðfram náminu, og vinnur að umsóknum fyrir BA nám í djassleik í Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, Hann vonast til að hefjast handa erlendis haustið 2022.

Eik Haraldsdóttir, söngkona, lauk framhaldsprófi í rytmískum söng árið 2021 frá Tónlistarskólanum á Akureyri, og útskrifaðist af tónlistarbraut frá Menntaskólanum á Akureyri sama ár. Einnig er hún með grunnpróf á óbó. Þvínæst fékk hún diplómu frá Complete Vocal Institute í Danmörku haustið 2021. Eik gaf út sína fyrstu plötu, Lygasögur, árið 2021 með Agli Andrasyni (með trommuleik frá Hafsteini Davíðsyni).

Tumi Hrannar-Pálmason, bassaleikari, lauk vorið 2018 miðstigsprófi í rytmískum rafbassaleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Hann gaf út sína fyrstu breiðskífu, The Yellow, árið 2019 (með trommuleik frá Hafsteini Davíðssyni), og var síðan eina önn við tónlistardeild LHÍ, nánar tiltekið á Rytmískri Kennarabraut. Haustið 2020 hlaut hann inngöngu í BA nám í djassleik í hinum virta “Hochschule für Musik und Darstellende Kunst Mannheim” í Þýskalandi, og er nú á öðru ári þessa náms sem skiptinemi í öðrum vel virtum tónlistarháskóla, “El Taller de Músics” í Barselóna, Spáni.


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri

Hvenær
laugardagur, júlí 23
Klukkan
20:00-21:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Nánar um Garún Bistro Bar HÉR