Jólabókakonfekt | Höfundakvöld á Amtinu
Árlegt höfundakvöld á Amtsbókasafninu fyrir jólin
Árlegt höfundakvöld á Amtsbókasafninu verður fimmtudaginn 4. Desember kl 20:00. Til leiks mæta sex rithöfundar til að kynna bækur sínar. Það eru þau Óskar Þór Halldórsson með bókina Akureyrarveikin, Nína Ólafsdóttir með bókina Þú sem ert á jörðu, Þórunn Rakel Gylfadóttir með bókina Mzungu, Páll Björnsson með bókina Dagur þjóðar, Sesselía Ólafs með bókina Silfurberg og Arna Lind Viðarsdóttir með barnabókina Kvíðapúkinn.
Pop-up kaffihús verður á staðnum en það verða foreldrar barna úr 8. og 9. flokk Þórs í körfuboltanum sem ætla að sjá um það til styrktar æfingaferðar erlendis. Við tökum hjartanlega vel á móti þeim og vonum að gestir nýti sér þetta til að kaupa sér kaffi og eitthvað með því meðan þau hlýða á höfundana.