Til baka

Jólamarkaður

Jólamarkaður

Jólamarkaður í Laxdalshúsi

Myndlistamaðurinn Jónína Björg verður með til sýnis og sölu ýmis listaverk, stór og smá sem gætu hentað í jólapakkann. Einnig verður til sölu eitthvað smálegt matarkyns, eins og ristaðar möndlur og heimagerðar sultur. Hugguleg jólastemning í elsta húsi bæjarins.

Í Laxdalshúsi er myndlistamaðurinn Jónína Björg með vinnustofu og þar rekur hún líka, með Magnúsi Jóni Magnússyni, manninum sínum, Pop up veitingastaðinn Majó (opnunardagar Majó eru auglýstir á www.majoiceland.com).

Alla fjóra sunnudaga á aðventunni verður hún með jólamarkað í Laxdalshúsi þar sem áhersla verður á myndlistina og huggulega jólastemmingu í þessu elsta húsi bæjarins. Búið verður að stilla upp ýmsum málverkum og opið inn á vinnustofuna þar sem hægt er að rölta um og fá innsýn inn í ferlið á bak við verkin. Myndlist Jónínu Bjargar er mest olíumálverk og grafíkverk, öll fígúratíf verk þar sem konan er oft í fyrirrúmi. Litrík og skemmtileg verk af ýmsum stærðum og gerðum, á breiðu verðbili. Til viðbótar við myndlistina verður til sölu eitthvað af því jólalegra sem Majó gerir, ristaðar möndlur, biscotti og annað sem undirbúið er fyrir jólin. Um að gera að kíkja í innlit á sunnudagsröltinu.

Það má finna meira um verk Jónínu á facebook undir @joninabjorg eða á instagram undir @joninabh

Hvenær
sunnudagur 14-17
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Hafnarstræti 11