Til baka

Jólasveinar úr Dimmuborgum heimsækja Minjasafnið

Jólasveinar úr Dimmuborgum heimsækja Minjasafnið

Jólasveinar ganga um gólf Minjasafnsins og Nonnahúss

Jólasýningarnar í Innbænum vekja verðskuldaða athygli þessa dagana. Heyrst hefur að jólasveinarnir úr Dimmuborgum í Mývatnssveit ætli einhverjir að líta við á Minjasafninu á laugardaginn bæði til að skoða á sýningarnar og syngja.
Nonnahús hefur verið fært í jólabúning og þangað streyma börn síðustu vikurnar úr leik- og grunnskólum. Kannski að þau vilji líta í heimsókn með foreldra sína?
Á Minjasafninu eru nokkrir óþekktir jólasveinar og jólafjallið sem hægt er að gægjast inn í og skoða heimili Grýlu og Leppalúða og barnanna þeirra fjölmörgu.
Opið frá kl. 13 en jólasveinarnir birtast um 14:30 ef þeir hafa lært á klukku.
Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum. – Annars er miðinn á 2000 kr og gildir út árið 2025! Já næsta ár. Og gildir á 7 söfn.

Hvenær
laugardagur, desember 14
Klukkan
14:30-15:45
Hvar
Aðalstræti 58, Akureyri
Verð
Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum / 2000 isk