Til baka

Jólasveinaróður

Jólasveinaróður

SUP Jólasveinarnir hittast í sinn árlega jólasveinaróður á Pollinum og hita upp fyrir tendrun jólatrésins við Ráðhústorg.

SUP Jólasveinarnir hittast í sinn árlega jólasveinaróður á Pollinum, sér og öðrum til skemmtunar. Við hitum upp fyrir jólatrésskemmtunina á Ráðhústorgi þar sem kveikt verður á jólatrénu, öllum til gleði. Sveinarnir verða staðsettir fyrir framan Hof og róa eitthvað út á Pollin, ef aðstæður leyfa.

Þeir minna fólk á að gæta sín í umferðinni og leggja bílunum skynsamlega.
SUP sveinarnir eru þó háðir veðri svo fylgist endilega með ef staðsetning eða tímasetning breytist.

Hvenær
laugardagur, nóvember 26
Klukkan
14:00-15:00
Hvar
Hof, Strandgata, Akureyri