Til baka

Jólasýning í Nonnahúsi og Minjasafninu

Jólasýning í Nonnahúsi og Minjasafninu

Jólin hafa tekið yfir Nonnahús! Jólasveinafjall sprettur upp úr gólfinu á Minjasafninu.

Jólin hafa tekið yfir Nonnahús! Jólasveinafjall sprettur upp úr gólfinu á Minjasafninu.

Nonnahúsi hefur tímabundið verið breytt í jólahús. Þar gefur að líta hvaðeina sem snýr að jólahaldi. Snertu á og þefaðu af jólunum á tilraunaborðinu eða gerðu jólakort eða merkimiða.
Jólafjallið og óþekktu jólasveinarnir eru eins og áður á Minjasafninu. Komdu og kíktu í jólafjallið, skoðaðu óþekktu jólasveinana og klæddu þig í alvöru jólasveinabúning.
Aðrar sýningar safnsins eru: Í skugganum, Tónlistarbærinn Akureyri og Akureyri bærinn við Pollinn. Á þeim er t.d. hægt að prófa hljóðfæri, fara í búning eða setja upp hatt.

Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn. Eldri en 17 ára greiða 1000 kr og geta komið aftur og aftur.

Hvenær
30. nóvember - 8. janúar
Klukkan
13:00-16:00
Hvar
Aðalstræti 58, Akureyri
Verð
1000