🎄 JÓLATÓNLEIKAR – KRISTJÁN EDELSTEIN TRÍÓ
LYST í Lystigarðinum – 20. desember kl. 21:00
Við bjóðum upp á notalega og hlýja jólastemningu í Lystigarðinum þegar Kristján Edelstein, Halldór Gunnlaugur Hauksson og Stefán Ingólfsson stíga á svið.
Tríóið flytur blöndu af jazzskreyttum jólalögum, eigin útsetningum og sígildum perlum – allt í anda jólanna og LYST.
Komin hefð er orðin fyrir hátíðlegum jólatónleikum í Lystigarðinum og þetta kvöld verður engin undantekning – kertaljós, vín í glösum og tónlist sem hitar hjartað í desembermyrkrinu.