Til baka

Jónas Sig & Hljómsveit

Jónas Sig & Hljómsveit

Jónas Sig og hans frábæra hljómsveit.

Kæru vinir í snjókomunni fyrir norðan. Við erum að hugsa hlýlega til ykkar. Við vitum auðvitað að öll él léttir um síðir og það er næsta víst að þegar við komum með hljómsveitina að heimsækja ykkur þann 6. júlí þá verður sumarið skollið á og smjör mun drjúpa af hverju strái Eyjafjarðar og nágrennis í glaða sólskini og hita. Við getum ekki beðið að sjá ykkur. Takk þið öll sem hafið komið og verið með okkur aftur og aftur og aftur á Gæna Hattinum og þannig viðhaldið eldinum sem við finnum alltaf fyrir alveg frá fyrsta lagi. Fyrir okkur er galdurinn á Græna Hattinum einstakur á landsvísu einfaldlega þannig að hver sá sem myndi vilja sjá okkur sem hljómsveit, tónlistarmenn og vini í okkar allra besta elementi þá gerist það á Græna Hattinum og hefur ekki brugðist hingað til. Kær kveðja Jónas & bandið

Á tónleikunum verða sem sagt í hljómsveitinni auk Jónasar; Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson, Arnar Þór Gíslason og Tómas Jónsson.

Hvenær
laugardagur, júlí 6
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
6990