Jónas Þorbjarnarson (1960-2012) er eitt besta ljóðskáld sem Akureyri hefur alið, og eitt af áhugaverðustu ljóðskáldum sinnar kynslóðar. Þrátt fyrir að vera í miklum metum meðal annarra skálda og rithöfunda er hann lítt þekktur meðal almennings, og hefur skáldskapur hans ekki hlotið það lof og athygli sem hann á skilið. Í tilraun til að bæta örlítið úr því munu Arnar Már Arngrímsson og Þórður Sævar Jónsson lesa úr verkum hans fimmtudaginn 16. október milli 20:00 og 21:30 í Svörtum bókum á Akureyri. Öll velkomin.