Júdóteymi frá Júdódeild KA býður gestum Akureyrarvöku upp á kynningu á júdó, gagnvirkar sýningar, kennslu í grunnhreyfingum júdó og "prófaðu sjálfur" lotur sem eru hannaðar til að vera aðgengilegar og áhugaverðar fyrir alla óháð fyrri reynslu eða líkamlegu ástandi.
Júdó teymið samanstendur af vottuðum júdókennurum, reyndum iðkendum með ástríðu fyrir samfélagsþjónustu og inngildandi júdó ásamt Eirini Fytrou, yfirþjálfara júdófélagsins, en hún er alþjóðlega vottaður þjálfari frá Alþjóðajúdósambandinu og sérhæfð í aðlöguðu júdó fyrir fólk með þroskahömlun.
Júdóteymið tekur á móti ykkur á Ráðhústorgi milli kl. 13-16. Öll velkomin.