Til baka

Kakó & Kirtan

Kakó & Kirtan

Velkomin í Kakó & Kirtan þar sem við sameinumst í töfrandi samsöng við undirleik hljóðfæra og með dýrindis bolla af hreinu kakó í hönd.

Stefán Elí, Tinna og Jacob, bjóðum ykkur innilega velkomin í Kakó & Kirtan þar sem við sameinumst í töfrandi samsöng við undirleik hljóðfæra og með dýrindis bolla af hreinu kakó í hönd.
Hreint seremóníu kakó er þekkt sem drykkur guðanna og hefur verið drukkið af ættbálkum í Mið og Suður Ameríku um aldir við hin ýmsu tilefni. Það getur aukið blóðflæðið og einnig haft bæði slakandi áhrif á hug og hjarta sem og stutt við sköpunarkraft, jákvæðni og vellíðan.

Kirtan kemur frá Indlandi og er samsöngur þar sem sungnar eru möntrur eða sálmar til tengingar við hið æðra. Lögin sem við syngjum koma frá hinum ýmsu heimsins hornum, aðallega Indlandi og Suður Ameríku og geta haft nærandi og upplífgandi áhrif á sálina. Ásetningur okkar er að skapa öruggt og þægilegt rými fyrir þátttakendur að tengja við eigin rödd og að leyfa henni að hljóma með röddunum í kring. Þegar við sameinumst í söng og tónlist getum við t.d. upplifað streitulosun, slökun, tengingu og vellíðan.

Allar raddir og hljóðfæri velkomin.

...Það má líka koma og drekka kakó og njóta þess að hlusta á sönginn :-)

Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku 2024. 

ATH. Fullbókað

Skráning á biðlista: info.risenthrive@gmail.com

Hvenær
laugardagur, ágúst 31
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Íþróttahöllin á Akureyri, Þórunnarstræti, Akureyri
Verð
Frítt