Til baka

KakóSmakk & KakóSeremónía

KakóSmakk & KakóSeremónía

Tveggja daga bragðgóð kakósmiðja.

Hjónin Tinna Sif & Jacob eiga og reka vefverslunina KakóGull þar sem þau bjóða upp á hreint seremóníu kakó í hæsta gæðaflokki frá hinum ýmsu stöðum. Þar má nefna Gvatemala, Ekvador, Perú, Bólivíu og Bali. Þau eru full af innblæstri af þessari ofurfæðu guðanna og öllum þeim ávinningi sem hreina kakóið getur haft á líkama, huga og sál og langar að deila því með fleirum í gegnum þessa skemmtilegu kakóvinnustofu!

Dagur 1 - KakóSmakk & fræðsla

Í dag fá þátttakendur að bragða á öllum þeim 5 kakótegundum sem í boði eru hjá KakóGull. Það er kakó frá Perú, Bólivíu, Ekvador, Gvatemala og Bali. Þetta er einstök upplifun fyrir öll skynfæri, stund sem súkkulaðiunnendur mega ekki láta framhjá sér fara!

Fyrir þá sem ekki hafa upplifað seremóníukakó áður eða eru súkkulaði aðdáendur þá er þetta kjörið tækifæri til þess að prófa mismunandi kakó sem öll hafa sinn einstaka karakter, bragð og töfra. Stund sem kemur flestum skemmtilega á óvart.

Hjónin munu fræða þátttakendur um seremóníu kakó, hvaðan það kemur, hvernig vinnslan fer fram, muninn á því og kakódufti, notkun, sögu og fleira.

Byrjar kl. 10:00

1 - 1,5 klst.

Dagur 2 - Kakó Seremónía

Í dag bjóða hjónin þátttakendur hjartanlega velkomna í innilegt ferðalag en þeir fá tækifæri til þess að taka þátt í kakóseremóníu með Tinnu & Jacob og einnig fá hugmynd að því hvernig þeir geti búið til sínar eigin sjálfsræktarstundir.

Kakó plantan getur aðstoðað okkur að fara dýpra inn á við, tengjast og opna hjartað og mæta okkur af mildi, mýkt og kærleika. Ekki er þörf á að hafa neina reynslu, bara opin hug og hjarta.

Hér er tækifæri og öruggt rými til að leggja niður veggina innra með sér og finna öryggið til að skína, hvíla og bara vera.

Hver stund er einstök og fer eftir hópnum sem saman kemur. Seremóníur hjá Tinnu & Jacob samanstanda alla jafna af því að drekka saman kakóbolla af seremóníukakói en það aðstoðar okkur við ferðalagið inn á við, tengjast við orku tunglsins, öndunaræfingar og hugleiðslu. Hér er tækifæri til að ferðast inn á við og leyfa ásetning að taka festu djúpt í kjarnanum þar sem hann mun fá að vaxa og dafna. Sleppa taki á því sem þjónar ekki lengur og opna fyrir nýja og nærandi orku. Stundin endar svo á slökun.

Byrjar kl. 10:00

2 - 2,5 klst.

Listasmiðjan er fyrir 18 ára og eldri.

 


Viðburðurinn nýtur stuðnings Listasumars

 

Hvenær
15. - 16. júlí
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald
Nánari upplýsingar

Skráning: tinnasif@gmail.com

Aðeins 10 pláss laus