Karnivala er árleg uppskeruhátíð listamanna í Listagilinu og lokahátíð Listasumars.
Þar gera listamenn það sem þeim þykir skemmtilegast og bjóða öllum að vera með. Ýmislegt verður á dagskrá í Gilinu eins og undanfarin ár;
• Gleðin hefst á tónleikum Puruñeka Duo í Deiglunni á föstudagskvöld kl 19:00
• Á laugardaginn verður lúðrablástur, lista- og handverksmarkaður, karni-völu-málun, dansmálun, tónleikar í Gilinu og fleira á vegum listamanna
Fjölmennum í Gilið á þennan lokaviðburð Listasumars 2025!
Viðburðurinn er hluti af Listasumri 2025